Íslenska möttulblómiđ

atlantic_1060517lato-2Ísland er heitur reitur í jarđsögunni, eins og Hawaíí og Galapagos og nokkrir ađrir merkir stađir međ mikla eldvirkni. Undir heita reitnum á Íslandi liggur sennilega möttulstrókur af óvenju heitu möttulbergi, sem kann ađ ná niđur alla leiđ ađ mörkum kjarnans og möttuls (2900 km). Möttulstrókurinn hefur oftast veriđ teiknađur upp sem súla, en sennilega er hann miklu flóknari í laginu, einkum efsti hlutinn. Nú hafa Schoonman og White og birt nýtt líkan af íslenska möttulstróknum, sem er mun flóknara en fyrri líkön, en ţađ er byggt á ađferđ sem notar jarđskjálftabylgjur til ađ gegnumlýsa jörđina. Mötulstrókurinn virđist vera um 100 km í ţvermál neđarlega í möttlinum, en breiđist út eins og krónublöđ blómsins og skiftist í fimm fingur ţegar hann nálgast efri mörk möttulsins. Minnumst ţess ađ bergiđ í möttulstróknum er mjög heitt, en heilt og óbráđiđ vegna mikils ţrýstings í möttlinum, en bráđnunin gerist tiltölulega nćrri yfirborđi jarđar.


Bloggfćrslur 2. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband