Uppruni Brexit: Stórifoss í Ermasundi

ncomms15101-f1.jpgBretland er ađ skilja viđ Evrópu međ Brexit ţessa dagana, en jarđfrćđilegur skilnađur frá meginlandinu gerđist miklu fyrr. Bretland var hluti af Evrópu í margar milljónir ára. Samfeldur hryggur af kalksteini tengdi England viđ Frakkland, sem lođfílar, flóđhestar og menn gengu um, fram og til baka. Ţađ eru ađeins 450 ţúsund ár síđan kalksteinsmyndunin var rofin af hamfaraflóđi, sem sennilega á sér engan líka. Ţá fossađi fram af Hvítuklettum -- the White Cliffs of Dover – ţegar nýr farvegur opnađist frá stóru jökullóni ţar sem nú er Norđursjór. Sjávarmál var ţá um 100 m neđar en nú í dag, vegna ţess ađ mikiđ magn af vatni var bundiđ í ísaldarjöklinum. Farvegir eftir flóđiđ eru greinilegir á botni Ermasunds, eins og myndin sýnir. Ţegar flóđinu lauk hafđi nýtt landslag komiđ í ljós, en landbrú tengdi England viđ Evrópu alltaf öđru hvoru ţar til fyrir um níu ţúsund árum. Síđan hefur Bretland veriđ eyja.


Sóra sprungan í Petermann jökli

petermann-crack.jpgEinn stćrsti jökull Grćnlands er Petermann jökullinn, nálćgt nyrsta odda Grćnlands. Jökultungan er um 70 km löng og um 15 km breiđ, og flýtur á hafinu. Ţykktin á ísnum er um 600 m syđst, en um 30 til 80 m ţar sem hún flýtur á hafinu.   Árin 2010 og 2012 brotnađi jökullin og tvćr risastórar íseyjar, samtals um 388 ferkm. ráku til hafs og bráđnuđu.   Nú er ađ opnast ný sprunga í Petermann, og ef hún opnast, ţá losnar frá íseyja sem er um 180 ferkm. ađ flatarmáli. Sennilega myndast sprungurnar vegna ţess ađ jökullinn er ađ bráđna neđan frá, vegna ţess ađ heitari sjór streymir inn sundiđ. Sennilega brotnar eyjan frá í sumar, ţegar hafiđ fyrir framan Petermann verđur íslaust. En ţegar Petermann brotnar á ţennan hátt, ţá er hćtt viđ ađ ađaljökullinn skríđi fram í meira mćli í náinni framtíđ. Ţađ getur haft hröđ áhrif á sjávarmál um heim allan.


Bloggfćrslur 18. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband