Milljón kúkar úti á túni

við veginnVið fögnum því að erlendir ferðamenn hópast nú til Íslands og eru duglegir að njóta náttúrufegurðar hér á Fróni. En því fylgja óhjákvæmilega ýmis vandamál, sem ekki hefur verið nægilega fjallað um, en munu óhjákvæmilega valda miklum spjöllum á náttúru landsins í náinni framtíð. Eitt af þeim er umgengni ferðamanna, sem velja sér næturstað við þjóðveginn. Þegar ekið er um landið eru litlir sendibílar eða campers við veginn orðin mjög algeng sjón, en þar hafa erlendir ferðamenn komið sér fyrir yfir nóttina. Margar bílaleigur, eins og Kúkú campers, Go Iceland, Happy Campers og fleiri, beinlínis hvetja ferðamenn til að hafa þennan ferðamáta og auglýsa þannig ókeypis gistingu við veginn. En hvar gengur þetta fólk örna sinna? Auðvitað úti í móa við veginn eða á bak við bílinn. Erum við að ef til vill komast á það stig að hér verði gerðir milljón kúkar á dag við veginn? Viljum við lýða slíkan sóðaskap á okkar landi? Í öllum bæjarfélögum eru ágætis tjaldstæði, með salerni og hreinlætisaðstöðu. Er ekki kominn tími til að stemma stigu við þessari þróun og skipa erlendum ferðamönnum að notfæra sér slík viðurkennd og skipulög tjaldstæði? Sumar bílaleigur og netmiðlar hafa skapað andrúmsloft, sem hvetur ferðamenn til að gera allar sínar þafir úti í Íslenskri náttúru. Hér eru nokkur dæmi um slíkt, tekin af netinu:

Passion Passport: “The Law of Survival states that you can stop on any man’s land for a night and eat anything that grows on that land. That means that it’s completely acceptable – and legal – to sleep in your car, whether you’re on private property, in a national park, or at a designated rest stop.“

“By the end of our trip, I felt like I really communed with nature in the sense that (how do I put this delicately?) I peed in every corner of Iceland.”

“You can park the car nearly anywhere in the country and sleep in the back of it.”

Myndin sem fylgir segir sína sögu, en takið eftir skiltinu inni í rauða hringnum, sem bannar tjaldsvæði.

 

 

 


Bloggfærslur 7. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband