Þegar þorskurinn hverfur

_orskur1.jpgMaine flóinn, undan norðaustur strönd Bandaríkjanna, var lengi mesta forðabúr landsins hvað varðar fiskveiðar, einkum Georgesbanki. Þarna mætast Golfstrumurinn úr suðri og Labrador straumurinn að norðan. Af þeim sökum er lífríki mjög blómlegt hér, einkum fyrir svif, sem nærir fiskstofna. Talið er að Baskar frá Spáni hafi byrjað þorskveiðar á Georgesbanka fyrir meir en þúsund árum, en þeir gerðu þetta með mikilli leynd. Árið 1497 uppgötvaði John Cabot þessi gjöfulu mið fyrir Bretakonung og eftir það varð saltfiskur mjög mikilvæg fæða í Evrópu og víðar. Borgin Boston var snemma reist sem miðstöð fyrir fiskveiðar á Georgesbanka.hiti.jpg

En svo kom að merki um ofveiði fóru að koma í ljós. Fyrst hvarf lúðan af miðunum í kringum 1850. Síðar komu togararnir frá ýmsum löndum og þá byrjaði ýsan að hverfa snemma á tuttugustu öldinni. Árið 1976 var erlendum togurum bannað að veiða hér, og Ameríkanar höfðu nú öll miðin fyrir sig, nema lítinn hluta á norður endanum. Þar fiskuðu Kanadamenn. Árið 1994 var lítið eftir og loks nú var meiri hluta bánkans lokað fyrir allar veiðar, þegar nær enginn þorskur var eftir. Fyrsta mynd sýnir hvernig þorskveiðar hafa dregist saman frá 1982 til 2013, í tonnum.   Nú þrífst skata vel á Georgesbank.

Fræðimenn halda að ofveiði sé aðeins ein hlið málsins og skýri ekki hvarf þorsksins. Þeir halda hins vegar að hlýnun hafsins sé enn mikilvægari þáttur. Hiti sjávar hér hefur risið stöðugt á þessu tímabili, eins og kemur fram í annari myndinni. Reyndar fer hiti hækkandi í öllum höfum heims, en hér í Maine flóa hækkar hann þrisvar sinnum hraðar. Hlýnun að þessu marki er talin mjög neikvæð fyrir afkomu þorsksins og nýliðun minnkar hratt.

hafi_hly_769_nar.jpgSagan er dálítið önnur norðar á Kanadísku miðunum við Labrador og Nýfundnaland. Þar virðist þorskurinn vera að jafna sig eftir að miðin voru friðuð í tuttugu ár.  Þriðja myndin sýnir hvernig yfirborð sjávar hefur hitnað á milli 2013 og 2014. Mesta hlýnunin (rautt) er á Maine flóa og Georgesbánka, eins og sjá má, með meir en 0,2 gráðu hlýnun milli ára. Hafsvæðið umhverfis Ísland er enn blátt að mestu á myndinni (ekki mikil hlýnun enn), en við hverju megum við búast, og hvaða áhrif hefur hraðvaxandi hnattræn hlýnun á þorskstofn Íslendinga?

 


Bloggfærslur 2. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband