Möskvastærð er ekkert mál!

fishing-in-cambodia11.jpgHort vilt þú deyja úr hungri, eða úr malaríu? Í Afríku er þetta ekkert grín, heldur alvöru mál. Í Zambíu og mörgum öðrum löndum Afríku eru moskítónet algeng vörn gegn malaríu, en nú eru margir íbúar búnir að taka netið niður fyrir ofan rúmið og farnir með það út á vatn eða út í ána, sem rennur í nágrenninu. Húsbóndinn er búinn að taka öll netin ur heimilinu, sauma þau saman og notar þau til að trolla eftir fisk í ánni eða vatninu. Það er ekkert spursmál um möskvastærð hér. Netið fangar bókstaflega allt sem lifir í vatninu, ungviði sem fullorðinn fisk og ekkert er skilið eftir. Þessi dásamlegu moskítónet, sem hjálparstofnanir færa heimamönnum ókeypis eru að bjarga þeim, ekki frá malaríunni, heldur frá hungri. Netin eru ókeypis, en þau eru menguð af permethin, sem drepur moskító flugur en einnig mikið af lífriki vatnanna. Hjálparstofnanir dreifa hundruðum milljóna moskítónetja á hverju ári í Afríku, sem öll eru menguð efnum til að fæla frá moskító flugur. En nú eru þessi efni að fara í vatnið.  En þessi aðferð er ekki bundin við Afríku.  Myndin sem fylgir er reyndar frá Kambódíu, þar sem þeir nota sömu aðferð með moskító net.


Sigurfari á haugana?

SigurfariÞegar ég heimsæki Akranes, þá kem ég gjarnan við hjá Sigurfara, síðasta kútternum á Íslandi. Ég hef alltaf litið á hann sem merkilegustu menningarminjar sem Akurnesingar hafa í sínum fórum. Hann er nú reyndar aðeins svipur hjá sjón og nú hafa yfirvöld tilkynnt að hann veri rifinn og kastað á hauga, í staðinn fyrir að ráðast í dýra viðgerð. Þetta er ótrúleg skammsýni hjá bæjarfélagi sem kastaði hins vegar um 150 milljónum króna í að semja sögu bæjarins. Ef þetta væri gamalt hús, þá væri það lögbrot að rífa það. Er engin hreyfing á Akranesi, sem hefur áhuga á að halda utan um svo merkilegan grip? Hvar er metnaður bæjarbúa í menningarmálum?


Bloggfærslur 27. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband