Erindi um Bárðarbungu og gosið

HoluhraunNæstkomandi laugardag, 20. september, flytur Haraldur Sigurðsson erindi í Eldfjallsafni í Stykkishólmi um Bárðarbungu og eldvirknina í Holuhrauni. Erindið hefst klukkan 14.  Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Hamagangur í Gunnuhver

GunnuhverUnfanfarna daga hefur virkni umhverfis Gunnuhver á Reykjanesi vaxið mikið. Þessi stóri leirhver er skammt frá Reykjanesvita.  Leirstrókar kastast nú hátt í loft og gufumökkurinn aukist.  Hverinn hefur víkkað og að hluta til gleypt í sig útsýnispallinn, enda hefur aðgengi verið lokað.  Myndin sem fylgir er eftir  Hilmar Braga, tekin fyrir Víkurfréttir.  Gunnuhver er vel lýst í kynningu  ISOR á Reykjanesi hér:

http://www.isor.is/9-gunnuhver-hverasvaedi

Það er athyglisvert að engin skjálftavirkni virðist fylgja þessum breytingum í hvernum.  Ekkir er því ástæða til að halda að kvika sé á hreyfingu  nær yfirborði.  Ef til vill er þessi breyting eingöngu vegna þess að hveravirkni hefur færst til. 


Bloggfærslur 16. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband