Olíudraumurinn við Grænland fjarlægist meir og meir

Leiv EirikssonSkoska olíufélagið Cairn Energy er fyrsta og eina félagið, sem hefur gert alvarlega olíuleit umhverfis Grænland. Eftir miklar mælingar á hafsbotninum í nokkur ár, þá tóku þeir það afdrifaríka og kostnaðarsama skref að hefja djúpborun árið 2010 og héldu áfram 2011. Við borun notuðu þeir risaborpallinn Leiv Eiriksson, sem sést á myndinni hér.  Kostnaðurinn er mikill, þegar slík stór tæki  eru tekin á leigu.  Áður en varir var kostnaður við borun kominn upp í $1,9 milljarða.  En engin olía fannst í 5 holum, sem boraðar voru í Baffinflóa, vestan Grænlands.  Nú hefur Cairn tilkynnt að þeir séu hættir í bili.  Nú segjast þeir vera of uppteknir annarstaðar í heiminum.  Sumir halda að Cairn, eins og mörg önnur félög með áhuga á Grænlandi, séu að bíða og sjá hvað setur með þróun stjórnmála á Grænlandi.   Stjórnarandstaðan hefur lýst vantrausti á stjórnina og sumir erlendir fjárfestar telja að nú sé ekki gott ástand innanlands fyrir miklar erlendar fjárfestingar.  En hvað sem stjórnmálunum líður, þá er greinilegt að olíuleit við Grænland hefur ekki heppnast. Hugsanlega er Grænlandssvæðið, eins og Drekasvæðið, dottið út úr olíuglugganum, eins og ég hef áður bloggað um hér:

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1286368/

og einnig hér:

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1285658/


Bloggfærslur 4. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband