Órói í Bárðarbungu

skjálftarSterk skjálftahryna hófst undir Bárðarbungu í morgun, eins og sést á fyrstu mynd. Skjálftarnir eru smáir, en þeim fylgir einnig órói í jarðskorpunni, sem kemur fram á mælum bæði í Vonarskarði og á Dyngjuhálsi.  Það er sýnt á annari mynd. Sjálfsagt eru hér kvikuhreyfingar í jarðskorpunni á ferðinni. óróiBárðarbunga er tvímælalaust ein allra stærsta eldstöð landsins. Þangað má rekja hin risastóru Þjórsárhraun, sem runnu fyrir um 2000 til 8000 árum.  Bárðarbunga situr í hjarta íslenska heita reitsins. Einn skjálftinn var að styrkleika 3,1 á 4,2 km dýpi, en stærsti skjálftinn til þessa er 3,5 á 5,6 km dýpi, dálítið norðar.

Bloggfærslur 16. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband