Klofajökull var aldrei klofinn

Sveinn Pálsson 1794Sumir lesendur virđast hafa ţá skođun, ađ á landnámsöld og söguöld hafi Vatnajökull veriđ mun minni og ađ hiđ forna nafn jökulsins, Klofajökull, styrki ţađ.  Ţessir lesendur vísa á ţetta sem sönnun ţess, ađ ţá hafi loftslag veriđ gjör ólíkt ţví, sem nú ríkir á 21. öldinni.  Ađ ţá hafi jökullinn veriđ klofinn af miklu skarđi sem Gnúpa-Bárđur fór um er hann fluttist frá Bárđardal og suđur í Fljótshverfi.  Ţađ er ljóst ađ nafniđ Klofajökull hefur ekki ţann uppruna og er á engan hátt vísbending um ađ Vatnajökull hafi veriđ mun minni.   Í ferđabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árinu 1772 er fjallađ um uppruna nafnsins Klofajökull:  “Klofajökull dregur nafn af tveimur geysimiklum jökulálmum, sem skapa skarđ eđa bug á milli sín, en úr jökulkrók ţessum koma ţrjár stórár.”   Hér vísa ţví Eggert og Bjarni til klofans sem kemur í Vatnajökul vegna Kverkfjalla.  Sveinn Pálsson tekur í sama streng, en hann gerđi fyrsta uppdrátt af Klofajökli eđa Vatnajökli áriđ 1794:  “Heitir hann Klofajökull vegna hinna fjölmörgu rana, sem út frá honum kvíslast í ýmsar áttir, og allmargra fjallgarđa, sem skerast upp í hann.”  Hér er mynd af korti Sveins.  Allir sem hafa séđ Vatnajökul úr norđri átta sig á nafngiftinni, ţví Kverkfjöll virđast algjörlega kljúfa norđur rönd hans. Í merku riti sínu, Jöklar á Íslandi (2009), hefur Helgi Björnsson gert líkan af myndun og vexti Vatnajökuls (bls. 372). Helgi Björnsson 2009Ţađ er ekkert sem kemur ţar fram, sem gćti stutt ţá hugmynd ađ jökullin hafi veriđ klofinn frá norđri til suđurs á landnámsöld.   Mynd Helga af sennilegri útlínu Vatnajökuls fyrir um eitt ţúsund árum fylgir einnig hér međ.  Var loftslag mun mildara á ţjóđveldistímanum en nú í dag?  Töluvert hefur veriđ deilt um ţađ, en ţetta er tímabil, sem loftslagsfrćđingar nefna “Medieval Warm Period”. Ég fjalla um ţađ síđar.  


Bloggfćrslur 29. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband