Flug M17: Af hverju Evrópa gerir ekki neitt

Rúsneski björninnNú er talið sannað að farþegaþotan Malaysian flug 17 hafi verið skotin niður með rússneskri eldflaug sem rússneskir aðskilnaðasinnar í Úkraníu sendu á loft.  Lík 193 fórnarlamba eru nú loks komin til Hollands. Reiðin er mikil í Hollandi og Evrópu allri, enda er ekki farið með líkamsleifar af þeirri virðingu sem talin er nauðsynleg í siðuðu þjóðfélagi.  En allt bendir til að Evrópa geri ekkert í málinu annað en nokkrar harðar orðsendingar til Putins.  Ástæðan fyrir aðgerðarleysi er sú, að rússar hafa efnahagslegt tangarhald á Evrópu, jafnvel á Þýskalandi.  Tökum Holland sem dæmi um efnahagstengslin við rússa.  Holland er háð rússum hvað varðar olíu og jarðgas.  Hollenska olíufélagið Shell hefur gert miklar fjárfestingar í gas og olíulindum í Síberíu. Shell er stærsta fyrirtækið í Hollandi og flestir lífeyrissjóðir þar í landi hafa keypt í Shell. Ef Shell tapar, þá lækka eftirlaun allra kennara og iðnaðarmanna í Hollandi.   Tengslin milli Shell og hollenska ríkisins eru mikil og flókin. Shell mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir þvinganir eða hömlur á verslun og viðskipti við rússa.

Árið 2012 fluttu hollendingar inn  vörur frá Rússlandi fyrir $27.3 milljarða, mest jarðgas.  Síðan seldu þeir 95% af þessu gasi til annara Evrópuríkja.  Rússland flutti inn $9.7 milljarða það ár af vörum frá Hollandi: mest blóm, matvöru og skrifstofuvörur.  Putin getur að sjáfsögðu lokað á strauminn af þungum vopnum og fjármagni til byltingasinna í Úkraníu.  En Pútin er harður nagli. Hann er afkvæmi KGB, leyniþjónustu Sovíetríkjanna. Evrópa þorir ekki að gera neitt á meðan meginlandið er algjörlega háð Rússlandi hvað varðar olíu og gas.


Bloggfærslur 24. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband