Fracking: niðurdæling sem mengar

Borholur og niðurdælingFyrir 70 árum komu nokkrir jarðfræðingar og verkfræðingar saman umhverfis borholu í Kansas og gerðu tilraun. Þeir dældu niður á  700 metra dýpi blöndu af benzíni og sandi undir miklum þrýstingi í þeirri von, að blandan myndaði sprungur í berginu og losaði þannig um jarðgas.  Borholan fer fyrst niður lóðrétt, en síðan tekur hún boga og gengur lárétt inn í jarðlögin, sem innihalda gasið.  Þetta var byrjunin á aðferð sem nefnist “hydraulic fracturing” eða fracking og hefur hún valdið byltingu í olíu og gas iðnaðinum.  Með þessari aðferð er nú hægt að ná út gasi og olíu úr jarðlögum, sem áður voru talin orðin þurr.  Shale gasBókstaflega að kreista gas og olíu út úr steininum.  Fracking hefur síðan verið beitt við gas og olíuvinnslu í þúsundum borhola í Pennsylvaníu, Texas og Norður Dakóta.  Myndin sýnir að borholum er þétt dreift yfir stór svæði og allt berg er þar undir þrýstingi. Enn er þessari tækni nær eingöngu beitt í Bandaríkjunum og gasið er nefnt shale gas.  Allt í einu eru Bandaríkin orðin fremsti jarðgas framleiðandi heims!  Framleiðsla af shale gasi hefur aukist um 700% í Bandaríkjunum síðan 2007.  Þar með hefur verð á jarðgasi fallið mikið, eins og línurítið sýnir.   Jákvæðar hliðar á fracking eru þær að gasið er ódýrt og dregið hefur mikið úr brennslu kola í raforkuverum í Bandaríkjunum og gas hefur tekið við.  Við það hefur minnkað verulega útblástur af koltvíoxíði og einnig brennisteinsgösum.  Gasverð

En neikvæðu áhrifin eru risastórt vandamál. Umhverfisáhrif vegna fracking eru margskonar.  Efnasamseting vökvans, sem dælt er niður í borholur er iðnaðarleyndamál og hvert gasfyrirtæki hefur sína formúlu.  Rannsóknir sýna að vökvinn er oft einhverskonar díselolía, með ýmsum aukaefnum.  Það á meðal er benzen, sem veldur krabbameini.    Hingað til hefur gasiðnaðurinn haft frjálsar hendur með fracking og af þeim sökum mengað jarðvatn í mjög stórum svæðum í Ameríku.   Hér er listi yfir nokkur af þeim 600 efnum, sem hefur verið dælt niður í sambandi við fracking: benzene, ethylbenzene, toluene, xylene, naphthalene, methanol, formaldehyð, ethylene glycol, saltsýra, og einnig kemur fram í þessum blöndum efni eins og blý, úran, radon, kvikasilfur.   Auk þess er vatnsþörf fyrir fracking gífurleg.  Ein borhola tekur um 15 milljón litra af vatni og það hefur því mikil áhrif á vatnsbúskap á yfirborði jarðar.  Hin hliðin er að fracking er að menga og eyðileggja jarðvatn á stórum svæðum.  Oft er þetta jarðvatn, sem er aðal uppspretta drykkjarvatns á þessum svæðum. Þegar skrúfað er frá krananum í eldhúsinu streymir stundum út froða af metan, vatni og drullu.  Eitt af því versta varðandi nýfundna gasið er, a' það mun seinka þróun sjálfbæra og endurnýjanlegra orkulinda í landinu. Í viðbót við allt þetta, þá veldur fracking einnig jarðskjálftum. En gas og olíuiðnaðurinn er sterkur og hefur góð sambönd í þinginu í Washington DC.  Enn er því löggjöf um fracking á frumstæðu stigi.  Hvílíkt böl, að eiga slík auðæfi í jörðu, sem gera menn viti fjær af græðgi.


Bloggfærslur 2. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband