Flúoríð mengun

Flúor mengun

 

Það kemur alltaf betur og betur í ljós, að opinbert eftirlit á Íslandi með matvælum, vörum, umhvefi, mengun og bókstaflega öllum atriðum sem snerta neytandann og hinn almenna bogara er sérstaklega veikt og lélegt og því fer hrakandi.  Bæði Ólafur Stephensen og Stefán Ólafsson hafa bent nýlega á þetta vandamál á prenti varðandi stjórnsýslu landsins.   Áður fyrr voru Neytendasamtökin mjög virkur aðli, sem bar hag almenning í brjósti, en nú virðist mér að við heyrum miklu minna úr því horni. Landvernd hefur hins vegar verið dugleg við að fjalla um náttúruverndarmál, en hefur ekki undan í dag, þar sem krafturinn í virkjanamálum og stóriðnaði virðist fara sívaxandi.

Öðru hvoru heyrum við um flúoríð mengun umhverfis álver á Íslandi og er það áhyggjuefni.  Flúor er eitt efnahvarfgjarnasta frumefni á jörðu og þess vegna er það nauðsynlegt við álbræðslu. Þá er blandað saman krýólíti (Na3AlF6) eða sviðuðum hvata og álríkum jarðefnum (báxít  eða súrál Al2O3) í rafknúnum bræðsluofnum og við það myndast eða skilst frá málmurinn ál.  Fúór-ríku íblöndunarefnin lækka bræðslumarkið frá yfir 2000 og niður að um 1000 gráðum C.   Við bræðsluna losna mengandi efni út í andrúmsloftið og er rætt um að fyrir hvert tonn af ál berist út 0,6 kg af flúoríði út í loftið og einnig um 0,6 kg af flúor-ryki.   Mér skilst að Alcoa Fjarðarál noti um 5450 tonn af álfúorið á ári og fer mikill hluti þess flúors út í andrúmsloftið. Kortið sýnir staðsetningu verksmiðju Alcoa Fjarðarál á ströndinni rétt fyrir austan byggðina í  Reyðarfirði.  Almennt er talið að óæskilegt sé að flúor fari yfir 30 til 50 míkróg/g í heyi eða grasi.  Eins og glöggt kemur fram á kortinu, þá er gildi flúors í grasi víða yfir 50 míkróg/g (rauðu blettirnir) og sex mælingar eru jafnvel yfir 100 míkróg/g.  Mér er ekki kunnugt um hvað mikið magn af flúor Alcoa er leyfilegt að dæla út, en hér er hættulegt ástand að þróast.


Bloggfærslur 12. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband