í maí var heimsmet

Maí heimshitiLínuritið sýnir meðal hita fyrir maí mánuð á jörðinni allri frá 1880 til 2014. Lóðrétti mælikvarðinn er frávik frá meðalhita fyrir allt 134 ára tímablilið. Þar kemur í ljós, að sá maí mánuður, sem nú er nýafstaðinn, setti nýtt heimsmet í hita.  Hitamælingarnar eru fyrir bæði land og yfirborð hafsins.  Bláu svæðin eru að sjálfsögðu tímabil þar sem hiti er undir meðallagi, en hin rauðu eru tímabil yfir meðallagi.  Maí í ár er 0,74 stigum fyrir ofan langtímameðallagið fyrir jörðina alla.  Gögnin eru frá NOAA.   Þetta er ekki heimsmet, sem ég held mikið uppá eða gleðst yfir. Hnattræn hlýnun verður vaxandi böl fyrir mannkynið og allt lífríki jarðar.   Hitabeltið hefur hingað til verið talið svæðið, sem er milli 23,5 beiddargráðu á norðurhveli og 23,5 breiddargráðu á suðurhveli jarðar.  Í þessu belti er hitinn hár og lítil hitabreyting yfir árið eða yfir sólarhringinn.  Hitabeltið stækkar nú ár frá ári, en það er talið að hitabeltið færist nú norður um 140 til  270 kílómetra á hverju 25 ára tímabili.   Þetta hefur þau áhrif að árið 2050 mun meir en helmingur mannkyns búa í hitabeltinu. 


Bloggfærslur 1. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband