Everest er sirkus

 

Mikið er rætt um fjallgöngur á Everest þessa dagana.  Dauði 16 burðarmanna frá Nepal í snjóflóði við rætur fjallsins hefur endurvakið umræðu um siðfræði þá, sem ríkir á fjallinu og um sport sem sumir nefna “extreme tourism”. Hvað vilt þú kosta miklu fé til að komast á toppinn? Vilt þú stefna lífi fátækra burðarmanna í vísa lífshættu, einungis til að koma þér á toppinn?  Burðarmenn á fjallinu eru allir Sherpar, og starfa í hálfgerðum þrældómi við  að koma  auðugum túristum frá vesturlöndum upp á toppinn, hvað sem það kostar.  Göran Kropp

Sagan sýnir, að það eru nokkra hetjur, sem hafa klifið Everest, einir, án aðstoðar, án súrefnis, og eru Reinhold Messner og Göran Kropp þar í fremstu röð. Árið 1996 kleif svíinn Göran Kropp tindinn Everest aleinn, án súrefnis og án aðstoðar.  Hann kleif fjallið eftir að hafa ferðast á reiðhjóli með allan farangur sinn frá Eskiltuna í Svíþjóð. Síðan hjólaði hann aftur heim.  Myndin sýnir Göran og reiðhjólið góða. En á sama tíma þegar Göran var á leið niður af fjallinu í miklum stormi, þá voru nokkrir hópar óreyndra fjallgöngumanna á ferðinni, alls 34, og fórust átta manns í storminum, þrátt fyrir allar tilraunir Sherpanna til að koma þeim niður.   

Sherparnir bera upp nær allan farangur, tjöld, birgðir, reipi, stiga, súrefniskúta og annað, sem gerir óreyndum túristum færat að komast á fjallið. Síðan er það oft hlutskipti Sherpanna að bókstaflega draga fjallgöngufólkið á toppinn og bera það niður örmagna.  Jafnvel sjáfum Sir Edmund Hillary ofbýður nú:  “Ég held að ástandið varðandi klifur fjallsins Everest sé komið á hryllilegt stig.  Fólk vill bara komast á toppinn, hvað sem það kostar.  Það sinnir engu varðandi ástand og vandræði annara, sem kunna að vera í lífshættu.”  Aðrir reyndir fjallamenn segja að nú sé Everst eins og sirkus, og fari stig versnandi.

En þetta er dýrt sport. Þeir sem nú vilja klífa syðri leiðina frá Nepal þurfa að greiða allt að $65 þúsund á mann fyrir ferðina.  Hins vegar eru nú í boði klifurferðir upp norður leiðina,  undir stjórn Kína,  sem kosta “aðeins” um $10 þúsund. 


Bloggfærslur 22. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband