Rennur jökull Bárðarbungu niður í skálina?

Viðbragðstími jöklaHalldór Björnsson hefur stungið uppá hér fyrir neðan að sigið í Bárðarbungu sé ekki að hægja á sér, eins og ég hef haldið fram hér í síðasta bloggi, heldur sé jökullinn að renna inn í sigdældina. Ég sting uppá að sigið sé að hægt á sér, vegna þess að kvikuþrýstingur inni í kvikuþrónni undir öskjunni sé að dvína og þá sígur botn öskjunnar hægar niður. Við skulum líta á þetta og bera hegðun skálarinnar saman við hegðun annara jökla.   Sigið nemur nú um 45 metrum í miðri skálinni. Radíus hennar er um 5 km. Þá er hallinn 1:110, eða um 0,5 gráður. Jöklar bregðast lítt eða ekki við í svo litlum halla. Myndin sem fylgir (frá Haeberli 1995) sýnir halla jökla á Suðurskautinu á móti viðbragðstíma. Lítill halli eins og 0,15 gráður kemst ekki einu sinni á blað hér. Viðbragðstími í minnsta halla (5 gráður) á línuritinu er um hundrað ár. Á þessum rökum er hægt að álykta að sennilega sé lítið eða ekkert rennsli á jöklinum inn í skálina. Þá álykta ég að breytingar á síginu orsakist af breytingum í kvikuhólfinu undir.


Bloggfærslur 16. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband