Það hlýnar í Alaska

Barrow hitiBarrow er í norður hluta Alaska.   Þetta er nyrsta borg Bandaríkjanna, með um 4500 íbúa. Undanfarin 34 ár hefur meðal október hiti í Barrow hækkað um 7,2°C.   En á sama tíma hefur meðal árshitinn í Barrow hækkað aðeins um 2,7°C.  Myndin sýnir meðal árshita í Barrow frá árinu 1900.    Hvers vegna er október í Alaska svo heitur?   Nóvember hefur einnig hækkað um 6°C.   Vísindamenn telja að hlýnunin í október sé tengd því að hafís hefur dregist mjög saman undan ströndum Alaska. Vindurinn sem blæs yfir hafið á haustin og inn yfir Barrow tekur nú í sig hita úr hafinu, þar sem áður var fyrir aðeins kaldur ís. Hið sama er nú að gerast umhverfis Grænland. 


Sigdalurinn í Holuhrauni

sigdalurÞegar kvikugangur brýtur sér leið í gegnum jarðskorpuna, þá myndast sprunga og jarðlögin sitt hvoru megin við ganginn þrýstast til hliðar.  Gangurinn tekur meira pláss.  Af þeim sökum gliðnar landið fyrir ofan, eins og fyrsta myndin sýnir. Landið gliðnar og spilda dettur niður fyrir ofan ganginn, sem við köllum  sigdal.  Slíkur sigdalur hefur myndast í syðri hluta Holuhrauns.   Ein besta myndin af þessum sigdal er radar mynd, sem var tekin úr gervihnettinum TerraSAR-X.   Það er Íslenska fyrirtækið Fjarkönnun ehf. sem er samstarfsaðili í verkefninu IsViews með Ludwig-Maximilians-Universität í Munich.  Myndir þeirra eru sérstakar, þar sem þær ná allt að 11 cm upplausn.  Sjá frekar hér:  http://www.isviews.geo.uni-muenchen.de/index.html

Radarmyndin sýnir nýju hraunin (rauðar útlínur) og norður jaðar Dyngujökuls neðst.  Bláu örvarnar benda á misgengin, sem afmarka sigdalinn. TerraStarTakið eftir að vestara misgengið virðist ná inn á Dyngujökul og hefur sennilega orsakað hliðrun á yfirborði hans. Þetta misgengi kemur einnig fram á radarmynd sem var tekin úr TF-SIF hinn 1. September.  Snörun á þessum misgengjum er sögð vera allt að 8 metrar.  Sigdalur af sömu gerð umlykur einnig gígaröðina, sem Lakagígar mynda frá Skaftáreldagosinu árið 1783. 


Bloggfærslur 17. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband